Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2016) og 8. bekk (f. 2009) fer fram dagana 7. – 11. mars nk. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar.
Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Innritun lýkur 11. mars nk.
Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 11. mars nk. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriða –
holtsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Hún er einnig á þjónustgátt Garðabæjar. Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl og skulu umsóknir
berast skóladeild Garðabæjar. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf aðendurnýja fyrir hvert skólaár.
Mynd: Urriðaholtsskóli