Þrír nýliðar á lista Sjálfstæðisflokksins

Eftir að lokatölur lágu fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nótt varð ljóst að þrír nýir bæjarfulltrúar koma inn á lista flokksins miðað við átta efstu sætin frá síðustu sveitarsjórnarkosningum, en Sjálfstæðisflokkurinn er með 8 kjörna fulltrúa í bæjarstjórn í dag og hreinan meirihluta. Nýliðarnir eru Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur, en Margrét endaði í fimmta sæti, Hrannar Bragi Eyjólfsson, handboltakappi í Stjörnunni, varð í 6. sæti og Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi endaði í 8. sæti.

Forsíðumynd: Margrét Bjarnadóttir varð fimmta í prófkjörinu

Hrannar Bragi Eyjólfsson varð í sjötta sæti
Guðfinnur Sigurvinsson varð áttundi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar