Íbúðareiningum fækkað í Víðiholti

Íbúðareiningum í Viðholti mun fækka um 9, úr 84 í 75. Íbúðum í fjölbýli fækkar um 6 og í raðhúsum um 3, en þetta kemur fram á síðasta fundi skipulagsnefndar, en þar var lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt að lokinni forkynningu ásamt þeim ábendingum og umsögnum sem borist hafa.

Fleiri breytingar og lagfæringar hafa verið gerðar á forkynntri tillögu en þær eru m.a. auk fokkunar á íbúðareiningum að byggingarreitir fjölbýlishúsa styttast og færast fjær húsum við Asparholt sem nemur 6 metrum.

Svæðið þar sem íbúðir munu rísa við nýja götu í Viðiholti

Þá mun aðkomugata að raðhúsum færist til þannig að raðhúslengjur samanstanda nú af 3 lengjum með 5 húsum og 3 lengjum með 3 húsum. Byggingarreitir raðhúsa færast fjær raðhúsum við Lyngholt.

Þá er ekki er lengur gert ráð fyrir göngustíg frá Víðiholti að hesthúsahverfinu og manir stækkaðar.

Heimilt verður að útbúa litlar og grunnar settjarnir vegna ofanvatslausna hjá leikssvæðum.

Göngustígur færist fjær raðhúsum við Lyngholt og gert verður ráð fyrir göngustíg meðfram lóðarmörkum milli fjölbýlishúsa í Víðiholti og Asparholti.

Þá mun spennistöð við Breiðumýri færist um lítillega til suðurs.

Skipulagsnefnd hefur vísað tillögunni til auglýsingar og boðað verður til kynningarfundar í Álftanesskóla á auglýsingartíma.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar