Kaðlín-konur prjóna til góðs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín, sem starfræktur er á Bókasafni Kópavogs tók sig til og prjónaði til góðs núna á haustdögum. Hópurinn fékk talsvert magn af ullargarni að gjöf sem ákveðið var að nýta til að prjóna vettlinga, húfur og fleira sem gagnast þeim sem afraksturinn fá í hendur í vetrarkuldanum sem skollinn er á. Dugnaðinn má bera augum á meðfylgjandi mynd af hluta af hópnum og ekki annað en hægt að segja að starfsfólk bókasafnsins er afskaplega stolt og ánægt með hópinn sinn. Allar upplýsingar um opnunartíma safnsins og fundartíma klúbbsins má finna á heimasíðu Bóksafns Kópavogs, https://bokasafn.kopavogur.is/ og á Facebook-síðu klúbbsins: Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs. Allir velkomnir að kíkja við og sinna handavinnu í góðum félagsskap með heitt kaffi í för.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar