Sr. Guðmundur Karl áfram í aðra kosningu til biskupskjörs

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlaut 28,11% atkvæða í kjöri til biskups, fékk hann næst flestu atkvæðin í kjörinu en úrslitin voru kunngjörð fyrir stuttu.

Enginn hlaut yfir 50% atkvæða í kjörinu og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu, sem er, ásamt Sr. Guðmundi, Guðrún Karls Helgudóttir sem hlaut 45.97% atkvæða. Þrjú voru í kjöri og fékk Séra Elínborg Sturludóttir 25,48% atkvæða.

Það verður því kosið aftur á milli Guðmundar Karls og Guðrúnar, en stefnt er að því að seinni um­ferð kosn­inga hefj­ist fimmtu­dag­inn 2. maí klukk­an 12 og standi yfir til þriðju­dags­ins 7. maí kl. 12.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar