Ingvar og Davíð eru fagmenn fram í fingurgóma og stórskemmtilegir

Barna- og unglingakórsstjórar Vídalínskirkju í vetur eru engir aðrir en Ingvar Alfreðsson og Davíð Sigur-geirsson. Ingvar og Davíð eru báðir afskaplega vinsælir og færir tónlistarmenn ásamt því að stjórna reglu-lega hljómsveitum fyrir stórtónleika og hátíðir.

,,Við erum svo lánsöm að hafa þá hjá okkur bæði í kórastarfi kirkjunnar og sunnudagaskólanum. Þeir eru báðir fagmenn fram í fingurgóma ásamt því að vera stórskemmtilegir og miklir öðlingar svo við hlökkum mikið til að sjá kórastarfið okkar vaxa enn frekar í vetur,” segir Matthildur.

Barnastarf kirkjunnar og æfingar hjá barna- og unglingakórunum fara fram á þriðjudögum og skráning er í gegnum skraning.gardasokn.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar