Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í Safnanótt frá kl. 20-22 föstudaginn 2. febrúar

Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í Safnanótt frá kl. 20-22 föstudaginn 2. febrúar.

Þá opnar Lilý Erla Adamsdóttir sýninguna Veggplöntur. Sýningin er “heimsókn” inn í föstu sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Fólk hefur þörf til að skreyta og breyta svo mörg heimili taka stöðugum breytingum. Lilý Erla er þekkt fyrir textílverk sín en hefur undanfarið verið að þróa veggteikningar sem minna á veggfóður en eru handteiknaðar beint á veggi.

Í anddyrinu verður innflutningsboð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku. Hún verður í vinnustofudvöl í safninu næstu þrjá mánuði. Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Hún vinnur talsvert með víravirki og það verður áhugavert fyrir gesti safnsins að fá innsýn í störf hennar næstu vikur.

Bassaleikarinn Birgir Steinn og félagar bjóða upp á djass á efri hæð safnsins milli 20-21. Samtímis heldur DJ Kjörk uppi stuðinu í innflutningsboðinu hjá Mörtu.

Öll velkomin.

Forsíðumynd: Lilý Erla opnar sýninguna Veggplöntur föstudaginn 2. febrúar

Marta Staworowska gullsmiður hefur unnið mikið með víravirki

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar