Hofsstaðaskóli – vinnusemi, virðing, viska, vellíðan og verkmennt. Kynningar í grunnskólum Garðabæjar.

Innritun nemenda í grunnskóla Garðabæjar í 1. bekk (f. 2017) og 8. bekk (f. 2010) og fer fram dagana 1. – 10. mars. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar.

Kynningar í grunnskólum

Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna. Gestum gefst þá kostur á að skoða skólana í fylgd starfsmanna og/eða nemenda. Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margskonar fróðleik um skólastarfið.

Opið hús/kynningar verða mánudaginn 6. mars, kl: 17:30–18:30 í Hofsstaðaskóla

Í Hofsstaðaskóla eru 520 nemendur í 1 – 7. bekk. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og skapandi skólastarf. Leiðarljósin fimm vinnusemi, virðing, viska, vellíðan og verkmennt eru höfð að leiðarljósi í starfi skólans og lagt upp með að nemendur og starfsmenn tileinki sér þau í leik og starfi.

Námsumhverfi
Við skólann starfar fjölmennur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á jákvætt og hvetjandi námsumhverfi fyrir alla. Það er hlúið vel að nemendum með það markmið að byggja upp áhugasama, sjálfstæða og metnaðarfulla einstaklinga.

Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri í Hofsstaðaskóla

Jákvæður skólabragur
Í Hofsstaðaskóla er unnið markvisst að því að byggja upp jákvæðan skólabrag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar þar sem áhersla er lögð á sjálfsstjórn og innri hvata. Mikilvægt er að nemendur geti borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi. Reglulegir bekkjarfundir og forvarnarfræðsla er mikilvæg með það að markmiði að byggja um jákvæð samskipti meðal nemenda. Í Hugarfrelsi er nemendum markvisst kenndar aðferðir til að auka vellíðan t.d. með hugleiðslu og slökun. Nemendur vinna verkefni í tengslum við styrkleika sína og yngstu nemendur skólans fá vináttuþjálfun.

Lestrarnám
Grundvöllur árangurs í lestrarnámi er að leggja jafna áherslu á talað mál, hlustun, lestur, stafsetningu og ritun. Orðaforði, málþroski og reynsluheimur nemenda eru undirstaða lesskilnings. Lestrarkennsla í Hofsstaðaskóla byggir á samþættingu margra þátta. Áhersla er lögð á áhugahvetjandi verkefni. Samstarf við foreldra skiptir miklu máli í lestrarnáminu og heimalestri er fylgt markvisst eftir.

Upplýsingatækni
Upplýsingatækni skipar stóran sess í náminu í öllum árgöngum. Tölvukennsla hefst í 1. bekk og einnig læra nemendur forritun. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist ýmsum kennsluforritum og geti nýtt sér þau á fjölbreyttan hátt.

Þróunarstarf
Þróunarstarf hefur verið ríkjandi undanfarin ár m.a. með áherslu á leiðsagnarnám sem felur í sér námsmarkmið, endurgjöf, samstarf og sjálfstæði nemenda. Vaxandi hugarfar er haft að leiðarljósi og vellíðan nemenda og þannig skapast jákvæð námsmenning.

Uppbrotsdagar
Ýmiskonar uppbrot og viðburðir eiga sinn fasta sess í starfinu t.d. samsöngur, HS-leikar, öskudagsfjör, 100 daga hátíð í 1. bekk, diskótek, þorrablót í 6. bekk, árshátíð 7. bekkja ásamt fjölbreyttum vettvangsferðum.

Kynning á skólastarfi í 1. bekk
Foreldrum barna sem hefja skólagöngu haustið 2023 er bent á kynningarefni á vefsíðu skólans. http://hofsstadaskoli.is/skolinn/kynning-a-hofsstadaskola/ Einnig er hægt að hafa samband við stjórnendur í síma eða með því að senda tölvupóst til að fá frekari upplýsingar. Kynningarfundur verður mánudaginn 6. mars kl. 17.30.

Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri

Hofsstaðaskóli v/Skólabraut
Árgangar 1.-7. bekkur. Fjöldi nemenda 520
Sími: 590-8100 Veffang: www.hofsstadaskoli.is Netfang: [email protected]

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar