Skuggasmiðja fyrir alla fjölskylduna á Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 5. mars klukkan 13 mun Auður Ösp Guðmundsdóttir leiða teikni-skuggasmiðju í vinnustofu Einars Þorsteins sem er hluti af sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili. Skúlptúrar af ýmsu tagi eftir hönnuðinn og stærðfræðinginn Einar Þorstein eru í rýminu og ljóskastarar endurkasta skugga af skúlptúrum á veggi en skuggarnir verða efniviður smiðjunnar. Teikni-skuggasmiðjan er tilvalin sem samverustund fyrir alla fjölskylduna en þátttaka er ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar