Hnefatafl, hvað er það?!

Laugardaginn 20. nóvember klukkan 13 geta áhugasamir komið á Bókasafn Garðabæjar og fengið Sindra Guðjónsson frá Taflfélagi Garðabæjar til að kenna sér að leika með hnefatafl. Hnefatafl er herkænskuleikur þar sem markmiðið er að ráðast á konung og líkist mjög skák enda spilaður á reitarborði og tvær fylkingar reyna allt til að verja sinn konung.

Venjulegt tafl verður einnig á staðnum sem og önnur spil. Viðburðurinn er liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði og ætlaður allri fjölskyldunni. Fólk er beðið að huga að persónubundnum sóttvörnum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar