Kópavogsbær prýddur ljósum

Byrjað er að prýða Kópavogsbæ ljósum en eins og undanfarin ár er hafist handa við að lýsa upp bæinn þegar í október. Þegar hafa verið settar upp ljósaskreytingar við menningarhús bæjarins og á Hálsatorgi í miðbæ Kópavogs.

Smám saman verður aukið við lýsinguna og sett upp ljós við Fífuhvammsveg og á hringtorgum bæjarins svo eitthvað sé nefnt.

Jólastjarnan á Hálsatorgi verður á sínum stað og en lokahnykkur jólaskreytingar í bænum er laugardaginn 27. nóvember þegar tendrað er á jólatré á aðventuhátíð Kópavogsbæjar en vegna samkomutakmarkanna verður engin hátíðardagskrá í boði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar