Hluti að verkefninu er ganga og útivist

Þátttakendur í Janusi – Heilsueflingu halda sínu striki bæði sumar og vetur, en Félag eldri borgara í Garðabæ hefur verið undanfarin tvö ár með Janus – Heilsueflingu á dagskrá félagsins.

Verkefnið er öflugt forvarnar og heilsu- bætandi líkamræktarprógram. Talin vera ein besta leiðin til að seinka öldrun og tapi á vöðvamassa. Þetta er svo mikilvægt til að fólk eigi betri efri ár. Hreyfing er lykill að betra lífi.

Fræðsla, útivist og skemmtun

,,Hluti af verkefninu er ganga og útivist og reynt er að ganga úti eins oft og hægt er en svo höfum við fengið góða aðstöðu í Miðgarði,” segir Laufey Jóhannsdóttir formaður Félags eldri borgarar í Garðabæ, en hóparnir ganga og eru með þolæfingar á mánudögum. Tvisvar í viku eru svo styrktaræfingar í tækjasal.

,,Yfir sumartímann er búið að bjóða upp á ymis konar útivist og tilbreytingu og má þar nefna að búið er að fara í fræðslugöngu um Bessastaðanes og að Bessastöðum, um Seltjarnarnes, í Búrfellsgjá, Vífils- staðavatn og fleira. Það er búið að bjóða upp á ymsar nýungar, auk göngu, minigolf, boccia, golfmót og margt fleira,” segir hún.

Mánudaginn 17. júlí sl. bauð Sævar Þór hjá Janusi heilsueflingu, en hann heldur utan um hópinn í Garðabæ, hópnum upp á að hringganga kirkjugarðinn hjá Lindakirkju í Kópavogi. Að göngu lokinni bauð hann upp á kaffi og kleinur (og uppskriftin er; Kleinurnar sem Garðbæingar elska) eftir göngu.

Kynningarfundir í ágúst og september

Janus Heilsueflingu hefur verið mjög vel tekið á meðal félagsmanna í FEBG. Í ágúst verða kynningarfundir og þá gefst tækifæri að kynnast þessu frábæra heilsubætandi verkefni. Jafnframt er búið að ákveða að fara í framhald með verkefnið, en núna eru um það bil 250 manns búnir að taka þátt í byrjendanámskeiðunum og gefst þeim þá tækifæri til þess að halda þjálfuninni áfram.

Kynningarfundir verða haldnir í ágúst og í september.

Myndirnar sýna nokkra þátttakendur í göngunni þann 17. júli við Lindarkirkju.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar