Hlutfallslega mest byggt í Garðabæ

Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 760, eða 4,3 % á tímabilinu frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2022, en það er mesta fjölgun meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og því má gera ráð fyrir að hlutfallslega sé mesta uppbygging íbúðahúsnæðis í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.420 (1,8%) á sama tímabili og íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði um 416 (2,2%) samkvæmt frétt Þjóðskrá Íslands.

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna tólf mánuði eða um 19,7% en íbúum þar fjölgaði um 13 íbúa. Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 5.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,1% og Skorradalshreppi um 9,1%. Þá fækkaði íbúum í 18 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.

Fjölgun í öllum landshlutum

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest var fjölunin á Suðurlandi eða um 3,3% og á Suðurnesjum um 3,2%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum um 1,9%.

Mynd: Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Urriðaholti á síðustu árum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins