Hljómar eins og við höfum verið í helgarferð

Hið árlega jólarölt Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA var á Garðatorgi í Garðabæ í síðustu viku, en að þessu sinni og mættu hátt í eitthundrað konur á Hönnunarsafn Íslands þar sem röltið ófst.

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Hulda Jónsdóttir var með erindi um hugrekki og tók fagnandi á móti konum ásamt Björgu Fenger formanni bæjarráðs. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðukona Hönnunarsafns Íslands fræddi um það sem fyrir augum bar og konur nutu þess í botn að máta hatta og kynna sér starf Önnu Gullu Eggertsdóttur og Harpers sem saman skipa H A G E – Hattagerðarmeistarar sem eru í vinnustofudvöl í safninu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í Garðabæ, sem eitt sinn var bæjarlistamaður Garðabæjar var með fræðandi og fjörugt erindi eins og henni er einni lagið og las uppúr bók.

„Móttökurnar voru frábærar,“ segir Erla Símonardóttir formaður Viðskiptanefndar FKA. „Við erum öflug nefnd en það er viðskiptanefnd FKA sem skipuleggur jólaröltið ár hvert og er viðburðurinn hugsaður sem tengslamyndun, konum var skipt upp í hópa og rölt var um miðbæinn þar sem við nutum samverunnar, fræðslu og ekki verra að fá hressingu í hverju stoppi og hressandi tilboð hjá FKA konum.“

Elva Dögg MADAME TOURETT sló í gegn

„Eftir að hafa gert jólainnkaupin á Garða torgi var förinni haldið í Sveinatungu þar sem Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir MADAME TOURETTE var með uppistand sem heldur betur sló í gegn og ætti fólk að kynna sér dagskrá í Tjarnabíói þar sem Elva Dögg hefur slegið í gegn í haust. Listaverk eftir Kristínu Morthens, borvél og aðrir brjálæðislega flottir vinningar voru í pottinum í Happadrættinu. Ásdís Þula Þorláksdóttir, eigandi mynd- listargallerísins Þula á Hjartatorgi í miðbæ Reykjavíkur, kom listaverkinu beint í fangið á Svölu Hrönn félagskonu sem býr í Garðabæ og rekur Svansprent sem var svo heppin að vera dregin úr pottinum. Félagskonan Gerður í Blush, Sólveig í Höfðabóni létu heldur ekki sitt eftir liggja og komu færandi hendi með flotta vinningar líkt og fleiri félagskonur. Fóru allar konur heim með veglegan gjafapoka sem viðskiptanefnd var búin að útbúa fyrir hópinn,“ bætir Erla við.

Iðnaðarbankinn, Spesían, Gullkornið, Píta og Keiluhöllin.

„Það þarf að styðja við góða hluti í nærumhverfinu það er ljóst, mikil gerjun í gangi í Garðabæ og Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA er mikilvægara sem aldrei fyrr,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA eftir vel heppnað jólarölt FKA í Garðabæ. ,,Þetta er minn heimabær og virkilega gaman að versla í heimabyggð. Öflugar deildir og nefndir starfa í FKA, rúmlega þrettánhundruð konur um landið allt og einmitt fjölmargar í Garðabæ,“ segir Andrea sem vill koma þakklæti til nefndarinnar og bænum að taka svona vel á móti FKA þetta árið. „Ég brunaði yfir lækinn með pabba mínum eftir að hafa sótt ömmu í FRIGG hér fyrir hálfri öld, á leiðinni heim var komið við í Arnarkjöri. Videoleigan í bílskúr í Lundunum, Kaupfélagið á Flötunum, Bitabær, Garðatorg, Sælgætis og videohöllin. Svo Iðnaðarbankinn, Spesían, Gullkornið, Pítan og Keiluhöllin í Búðunum. Það hefur margt verið reynt í Garðabæ en fólk hefur margt um að segja hvernig samfélagi það vill tilheyra. Fólk vítt og breitt um landið kýs með veskinu hvernig heim það vill skapa og getur þannig haft heilmargt að segja til dæmis hvort það vilji hafa þjónustu og þá hvernig þjónustu það vill hafa í bænum sínum. Það þarf að styðja framtakið.“

Andrea Róberts (2.f.h) ásamt öflugum konum í FKA

Það hljómar eins og við höfum verið í helgarferð

,,Tinna Rún D. Hemstock í Apríl skór, Auður Árnadóttir í Auður – Blómabúð, Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir í Gleraugna Pétri, Sigrún Guðmundsdóttir og Karen Finsen í Maí verslun, Sveinbjörg Jónsdóttir og Anna Júlíusdóttir í Me&Mu, Guðlaug Pétursdóttir og Guðni Gunnarsson tóku á móti konunum í Rope Yoga setrinu. ,,Veitingarnar komu frá hjá Höllu og svo var fjör fram eftir og óhætt að segja að Viðskiptanefnd FKA hafi hringt inn jólin með stæl í ár. Þegar ég er að telja þetta svona upp á hljómar eins og við höfum verið í helgarferð eða vikudvöl á Garðatorgi en þetta var nú bara einn seinni partur sem endaði í Sveinatungu í mat, drykk, tengslamyndun og skemmtun. Takk fyrir okkur og skál fyrir ykkur Viðskiptanefnd 2022-23 Erla Símonardóttir, Helga Reynisdóttir, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, María Hrönn Guðmundsdóttir Busk, Ragnhildur Vigfúsdóttir og Sara Baxter, segir Andrea glöð í bragði að lokum.“ / nánar á www.fka.is

Forsíðumynd: Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar ásamt viðskiptanefnd FKA. F.v. Sigríður Hulda, Sara Baxter, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Helga Reynisdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir og Erla Símonardóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir
Stemmningin var góð í ME&MU á Garðatorgi, en eigendur ME&MU eru Sveinbjörg Jónsdóttir og Anna Júlíusdóttir
Tinna Rún D. Hemstock í Apríl skór
Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir í Gleraugna Pétri
Björg Fenger formaður bæjarráðs Garðabæjar og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar
Fjord á Garðatorgi
Karen Finsen og Sigrún Guðmundsdóttir í Maí verslun
Guðni í Rope Yoga hélt smá tölu fyrir FKA konur á Garðtorgi
Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigríður Hulda og Sigríður Sigurjónsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar