Með 40 ára reynslu í dekkjabransanum

Þegar  daginn tekur að stytta koma fylgifiskar vetrarins í ljós.  Sólin lækkar á lofti og það kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar skafa þarf bílrúðurnar í fyrsta skiptið.  Það að rúður séu hélaðar þýðir að hálkan er ekki langt undan. Þá þarf að huga að dekkjum svo fyllsta öryggis sé gætt í umferðinni.

Við Kópavogsbúar búum að því að hafa nokkur dekkjaverkstæði innan bæjarmarkanna. Eitt af þeim er Dekkjahúsið í Dalbrekkunni.  Þar ræður ríkjum reynsluboltinn Eiður Ármannsson sem hefur 40 ára reynslu í dekkjabransanum.  Það kemur engin að tómum kofunum hjá Eiði og félögum þegar leita þarf ráða varðandi dekk og felgur.

Dekkjahúsið sérhæfir sig í dekkjum fyrir jeppa og fólksbíla og leggur metnaði í að nota einungis nýlegan tækjabúnaði til að þjónusta viðskiptavini sína hratt og örugglega. Fyrirtækið hefur á boðstólum dekk í öllum stærðum frá öllum helstu framleiðendum. Einnig er á boðstólum fjölbreytt úrval af álfelgum fyrir þá sem þess óska.

Undanfarin ár hefur flóran í dekkjum stækkað mikið með fjölbreyttara framboði af bílum.  Bæði bílum sem knúnir eru hefðbundu jarðefnaeldsneyti og eins hybrid og rafmagnsbílum.  Kröfur til hjólbarða eru mismunandi eftir tegundum ökutækis og fyrir hefðbundinn bíleiganda getur það verið frumskógur að velja sér hjólbarða sem henta bæði bíltegund og notkun. Þá er gott að hafa aðgang að Eiði og reynslumiklum starfsmönnum hans sem veita bíleigendum persónulega þjónustu og ráðgjöf.  Viðskiptamannahópurinn er stór og fer sífellt stækkandi enda fastakúnnar margir sem kunna að meta snögga og faglega þjónustu Dekkjahússins.

Dekkjahúsið er í Dalbrekku 17 og síminn er 553 3100.

Eiður er mikill áhugamaður um íþróttir og hefur lengi stutt dyggilega við bakið á Kópavogsfélögunum Breiðablik og HK.  Stuðningsmenn félaganna njóta sérkjara hjá Dekkjahúsinu sem og eldri borgarar.

Opnunartími Dekkjahússins er frá 8 til 18 og á laugardögum er opið frá 9-13.  Ekki þarf að panta tíma heldur er nóg að mæta.  Eiður og félagar eru afkastamiklir og sjá til þess að biðin sé aldrei löng og alltaf er heitt á könnunni. Dekkjahúsið er í Dalbrekku 17 og síminn er 553 3100.

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Forsíðumynd: Eiður Ármannsson í Dekkjahúsinu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar