Hinsegin viðburðir 2. og 4. ágúst í Garðabæ

Í tilefni hinsegin daga verður boðið upp á viðburði á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.

Söfnin verða skreytt regnbogafánum og hinsegin bókmenntir verða áberandi á bókasafninu.

Þriðjudaginn 2. ágúst frá kl. 13-15 fer fram fánasmiðja á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 þar sem fjölbreytileikanum verður fagnað með gerð hinsegin fána.

Fimmtudaginn 4. ágúst frá kl. 13-15 fer fram regnbogasmiðja í Hönnunarsafni Íslands þar sem ýmiskonar marglitur efniviður verður innblástur sköpunar. Það er Una María Magnúsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Rietveld-akademíuna í Amsterdam  sem leiðir smiðjuna sem ætlaður er öllum aldurshópum. 

Þann sama dag, 4. ágúst frá kl. 17 verður svo söngleikurinn Rocky Horror Picture Show sýndur á skjá á bókasafninu.

Þátttaka er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að fagna fjölbreytileikanum í tilefni hinsegin daga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar