Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar mættu á Garðatorg

Listahátíð heimsótti Garðabæ með atriðinu ,,Rauðglóandi götuleikhús“ laugardaginn 4. júní sl.  Um var að ræða hluta af opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík sem einnig fór fram í miðbæ Reykjavíkur og í Reykjanesbæ.  Það viðraði vel fyrir götuleikhúsið þennan dag, sólskin og logn, og hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar mættu í Garðabæinn og gengu frá Litlatúni yfir á Garðatorg.  Fjöldi fólks fylgdi þeim á leiðinni sem og voru fjölmargir mættir á Garðatorgið til að fylgjast með atriði götuleikhússins.  Undraverurnar vöktu sannarlega mikla lukku og áhorfendur á öllum aldri kunnu vel að meta þennan listviðburð á heimsmælikvarða sem boðið var upp á í Garðabænum í samstarfi Garðabæjar og Listahátíðar í Reykjavík. 

Götuleikhúsið samanstendur af hollenska leikhópnum Close-Act Theatre sem hefur starfað í hartnær þrjátíu ár og vakið athygli víða um lönd fyrir leiftrandi götuleikhússýningar sem hrífa áhorfendur með sér inn í veruleika þar sem allt getur gerst.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar