Börnin fá grænmeti og aðstoð við ræktun

Innritun í Skólagarðana í Kópavogi stendur yfir, en í Kópavogi eru Skólagarðar á þremur stöðum í bænum. 

  • Við Víðigrund í Fossvogsdal
  • Við Dalveg í Kópavogsdal
  • Á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar

Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar síðastliðin fimmtíu ár eða svo. Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til13 ára. Þar fá þau kartöfluútsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Uppskera skólagarðanna er eign barnanna hverju sinni. Kostnaður fyrir garðinn er 5.700 krónur.

Inrritun fer fram á sumarvef Kópavogsbæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar