Enn nokkrir skólagarðar lausir í sumar

Skólagarðarnir í Silfurtúni eru fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára og enn eru nokkrir lausir garðar í sumar. Leiðbeinandi verður á staðnum börnum til aðstoðar. Fjölskyldur sem áhuga hafa á að koma með og hjálpa barni sínu eða börnum eru velkomnar. 

Skráning í skólagarðana og val á garði fer fram á staðnum en forráðamenn eru skráðir fyrir þátttökugjaldinu sem er 4.500 kr. Í lok sumars verður svo haldin uppskeruhátíð. 

Garðarnir eru opnir á virkum dögum frá kl. 8:00-16:00. Þar er góð aðstaða til dvalar og geta þau sem vilja tekið með sér nesti og neytt á staðnum. Athugið að skólagarðar eru ekki daggæsla. Eldri borgurum býðst að leigja garð í skólagörðunum. 

Nánari upplýsingar um skólagarðana veitir Smári Guðmundsson garðyrkjustjóri á netfanginu [email protected]

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins