Hádegistónleikar með Hönnu Dóru og Snorra Sigfúsi

Hádegistónleikar með Hönnu Dóru og Snorra Sigfúsi 2. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar
 
Að loknu óvæntu hléi á hádegistónleikaröðinni Tónlistarnæring sem menningar- og safnanefnd Garðbæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar stendur fyrir er komið að fyrstu tónleikum ársins. Tónleikarnir fara fram í fallegum sal Tónlistarskólans en það eru þau Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari sem koma fram með dagskrá sem byggir á vögguvísum og sönglögum um drauma. Lögin sem flutt verða eru eftir Wagner, Grieg, Fauré, Sigfús Einarsson og Snorra Sigfús en yfirskrft tónleikana er Hádegisdraumar.

Eins og venjulega hefjast tónleikarnir kl. 12:15 og aðgangur er ókeypis og engar hömlur á gestafjölda.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar