Goðsögnin, Danni Lax, kominn með 500 leiki fyrir Stjörnuna

Garðbæingar fjölmenntu á leik Stjörnunnar og KR á Samsungvelli sl. mánudagskvöld, en fyrir utan hversu mikilvægur leikurinn var fyrir Stjörnuna, þá var goðsögnin og snillingurinn, Daníel Laxdal að leika sinn 500 leik fyrir félagið, sem er magnaður árangur.

Daníel var heiðraður á leiknum af Stjörnunni auk þess sem hann hans gamli liðsmaður í Stjörnunni og núverandi fyrirliði KR, Kennie Chopart, veitti honum létta viðurkenningu fyrir hönd KR.

Helgi Hrannar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Danni Lax, og Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Það var náttúrilega skrifað í skýin að Stjarnan mundi vinna leikinn og lagði Daníel upp eitt mark í 3-1 sigri Stjörnunnar og lék glimmrandi vel, en Emil Atlason, markahæsti maður Bestu deildarinnar skoraði öll mörk Stjörnunnar.

Daníel hefur nú leikið 500 meistaraflokksleiki í öllum keppnum fyrir Stjörnuna, en hann hefur spilað með meistaraflokksliði félagsins frá árinu 2004. Daníel hefur alls spilað 288 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild sem eru 114 fleiri leikir en næsti maður á lista. Hann spilaði einnig 59 leiki í B-deildinni áður en Stjarnann komst upp 2008, hefur spilað 42 bikarleiki, 89 leiki í deildabikar, 1 leik í Meistarakeppni KSÍ og loks á Daníel að baki 21 af 22 Evrópuleikjum Stjörnunnar.

Danni Lax og Kennie Chopart

Á 20 ára ferli Danna, sem er 36 ára, með Stjörnunni hefur hann náð að landa Íslandsmeistartitli árið 2014 og bikarmeistarititli 2018.

Tímabil Daníels Laxdal með Stjörnunni 2009-2022:
1 sinni Íslandsmeistari (2014)
2 sinnum í öðru sæti (2016, 2017)
3 sinnum í þriðja sæti (2013, 2018, 2020)
3 sinnum í fjórða sæti (2011, 2015, 2019)
2 sinnum í fimmta sæti (2012, 2022)
2 sinnum í sjöunda sæti (2009, 2021)
1 sinni í áttunda sæti (2010)

Eins og áður segir var Danni heiðraður af Stjörnunni og KR fyrir leik og í uppbótartíma leiksins fékk hann heiðursskiptingu. Honum var svo innilega fagnað í Garðabænum eftir leikinn.

Þetta var þó enginn kveðjuleikur hjá Danna, því það er nóg eftir að deildinni auk þess sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna.

Fjölskylda Danna. Hildur Laxdal, Matthildur Líf (dóttir Jóa), Jóhann Laxdal, Benni og Anna foreldrar Danna

Gamlir samherjar Danna úr Stjörnunni! Hafsteinn, Björn og Bjarki

Gamlir samherjar úr Stjörnunni voru mættir til að heiðra Danna. Þorvaldur, Birgir og Björn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar