Sveinn Snær Kristjánsson er grafískur hönnuður. Hann byrjaði að vinna sem starfsnemi hjá Midpunkt sem þá var sýningarrými við Hamraborg 22, en varð fljótt ein aðalsprautan í Hamraborg Festival ásamt Joönnu Pawlowska, Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarssyni. Þau eru öll listafólk með mikinn áhuga á list annarra.
Hvenær var fyrsta hátíðin haldin og hvernig kom það til að hátíðin varð að veruleika? ,,Hátíðin var stofnuð á fundi árið 2020 þegar við vorum að skipuleggja sýningarár í sýningarrýminu Midpunkt sem var í Hamraborg 22. Hátíðin var svo opnuð í fyrsta sinn með pompi og prakt í lok ágúst árið 2021. Við lögðum upp með að halda í hugmyndafræðina á bak við sýningarrýmið Midpunkt, að koma list á ólíklega staði, í samtali við mannflóruna á svæðinu,” segir Sveinn.
Það er gott að búa til list í Kópavogi
Og Kópavogur á ótrúlega mikið af hæfileikaríkum listafólki og listamönnum – mikið í menningarlíf í gangi í Kópa- vogi? ,,Það er gott að búa til list í Kópavogi, enda styrkir Kópavogsbær vel við bakið á listafólki.
En hvað verður svo í boði á Hamraborgar Festival – margt spennandi – hvað munu gestir upplifa – mátt telja upp fullt af viðburðum? ,,Það er í raun allt milli himins og jarðar innan listasenunnar í boði. Við erum með 19 mynd- listarsýningar sem eru staðsettar víðsvegar um Hamraborgina. 17 mismunandi viðburði sem spanna allt frá leikverki, gjörninga og tónleika. Svo er á dagskrá 6 vinnusmiðjur og 2 opnar vinnustofur. Við miðum við að allir ættu að geta fundið sér eitthvað að gera og skoða.
Við opnun hátíðina í Festival tjaldinu okkar á Hálsatorgi kl 17:00 föstudaginn 25. ágúst og í kjölfarið mun dansspunahópurinn Kraftverk sýna verk sitt í undirgöngunum hjá bókasafninu.
Eftir það gefst gestum tími til að kíkja á sýningarnar en svo hefst tónleikaröð kvöldsins sem byrjar í tjaldinu góða og færir sig yfir í Salinn með verk eftir Úlf Eldjárn annars vegar og Ásrúnu Magnúsdóttur og Benedikt Hermanni Hermanns- yni annarsvegar. Opnunardagurinn endar svo með gjörninganótt á Gerðarsafni þar sem íslenskir og japanskir listamenn leiða sofandi áhorfendur í gegnum gjörninga undir handleiðslu Mio Hanaoka, sem er sýningarstjóri viðburðarins. Svo eru fleiri erlendir gestir, Froggy Starr býður fólki í skrímslaleit í Hamraborg og Miukki Kekkonen kynnir okkur fyrir finnskum dagbókarmyndasögum.”
Og fer hátíðin að mestu fram í Hamraborginni? ,,Hátíðin fer fram í Hamraborginni eins og gefur að skilja. Þar undir eru búðarrými sem taka þátt í hátíðinni sem sýninarstaðir og einnig má rekast á listaverk í almenningsými. Svo eru nokkur verk í safnahúsunum í Kópavogi; Bókasafninu, Salnum og Gerðarsafni.
Við viljum með þessu fá fólk til að taka röltið og upplifa Hamraborgina eins og hún er, hrá með endalausri steypu, feg- urðin er til staðar þrátt fyrir óvinveittni umhverfisins.”
Hægt er að nálgast kort af sýningarstöðum og dagskrána á sýningarstöðum hátíðarinnar.
Um 120 listamenn taka þátt Hvað heldur þúr að það séu margir listamenn sem koma að og taka þátt í þessari hátíðið? ,,Við reiknuðum það út að allt í allt með öllum þátttakendum í öllum listaverkum þá eru þetta um 120 listamenn sem koma fram á hátíðinni.”
Er eitthvað sem þú ert mest spenntur fyrir? ,,Ég er mest spenntur fyrir pönktónleikunum. Mér finnst eitthvað geggjað spennandi við að sameina nýja kynslóð pönkara saman með gömlu kempunum.”
En hvað með þig sjálfan, hvað verður þú með á hátíðinni? ,,Ég er búinn að hanna fána, trefla, bækur og bjórdósir. Gera alla mörkun hátíðarinnar.”
Hvað gerir í raun listin og listsköpun fyrir okkur – mikið krydd í tilveruna? ,,Listin gefur okkur tækifæri á að upplifa hugarheim annarra.”
Og þið eru ánægð með stuðning Kópavogsbæjar og þátttöku í hátíðinni – sýna ykkur mikinn skilning – enda Kópavogur menningarbær? ,,Já, við erum mjög ánægð með stuðning Kópavogsbæjar og sér í lagi ánægð með alla þá sem vinna og búa í Hamraborginni, án þessa fólks væri lítið gaman að gera hátíðina.”
Og þið hvetjið Kópavogsbúa og landsmenn almennt að mæta í Hamraborgina um helgina? ,,Það er skyldumæting á Hamraborg Festival,” segir Sveinn ákveðinn í lokinn.