Garðabær hoppar af stað!

Bættar almenningssamgöngur fyrir Garðbæinga

Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri á rafskútunum

Glöggir Garðbæingar hafa að öllum líkindum rekið augun í rafskútur frá Hopp í bænum undanfarna daga, en þjónustusvæði Hopp hefur stækkað og nær nú einnig til Garðabæjar.
Nýju rafskútur Hopp voru vígðar við Garðatorg sl. fimmtudag þar sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Jóna Sæmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Hoppuðu af stað.
Síðustu daga hefur starfsfólk Hopp unnið hörðum höndum að því að koma nýjum rafskútum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, en auk þess hefur svæðið verið stækkað út til Kópavogs og Garðabæjar. Þá mun það einnig ná til Hafnarfjarðar fyrir lok vikunnar. Jafnframt stendur til bæta við þjónustusvæði í Reykjanesbæ, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Akureyri, Hellu, Siglufirði og Ólafsvík.

Raf skút um frá Hopp fjölgar úr 300 í 1.200 í mánuðinum og verður hægt að nota ferðamát ann á höfuðborg ar svæðinu sem og á lands byggðinni í sumar.
Nýju skúturnar búa yfir ýmsum eiginleikum sem ekki hafa sést áður; ber þar helst að nefna stefnu ljós, síma hald ara með þráðlausri hleðslu, tvöfald ar bremsur, nýjan standara og splunkunýtt út lit. Hopp er íslenskt fyrirtæki sem opnaði 2019 og eru notendurnir komnir yfir 75.000. Nú þegar hafa notendur okkar hoppað yfir milljón kílómetra en það samsvarar um 25 ferðum í kringum hnöttinn.
Markmið Hopp er minni mengun og notast fyrirtækið einungis við umhverfisvæna ferðamáta eins og rafmagnsbíla við hleðslu á rafskútunum.

Hoppandi kát! F.v. Kári Jónsson, íþróttafulltrúi, Jóna, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, Gunnar og
Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins