Nýir matjurtagarðar

Á tímum hringrásarhagkerfis þar sem sjálfbærni og minnkun kolefnislosunar er í aðalhlutverki hafa matjurtagarðar notið aukinni vinsælda

Á síðasta fundi bæjarráðs Garðabæjar lagði Áslaug Hulda Jónsdóttir það til að bærinn ætti að finna nýtt svæði fyrir matjurtagarða þar sem bæjarbúar geta sótt um reit til afnota í sumar.

Áslaug Hulda Jónsdóttir

Og í greinagerð Áslaugar Huldu með tillötunni segir: ,,Garðabær á sér langa sögu þar sem bæjarbúar hafa fengið afnot af reitum í matjurtagörðum innan sveitarfélagsins til að rækta eigið grænmeti. Á tímum hringrásarhagkerfis þar sem sjálfbærni og minnkun kolefnislosunar er í aðalhlutverki hafa matjurtagarðar notið aukinni vinsælda. Matjurtagarðar falla einnig vel inn í verkefni um heilsueflandi samfélag og eflir lýðheilsu. Til viðbótar við það að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Skoða þarf mögulegar staðsetningar fyrir slíka reiti og undirbúa til ræktunar. Æskilegt er að matjurtagarðarnir verði kynntir í apríl og að bæjarbúar geti sótt um reit til leigu í byrjun maí.” Bæjarráð samþykkti samhljóða framkomna tillögu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar