Garðabær greiðir Samtökunum ‘78 samtals 6,5 milljónir króna fyrir þjónustusamning

Drög að samstarfssamningi milli Garðabæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu Samtakanna ´78 við sveitarfélagið Garðabæ almanaksárin 2022-2024 liggja nú fyrir með þeim skilmálum sem greinir hér í framhaldinu, en alls greiðir Garðabær 6.582.519 kr. fyrir þjónustuna sem samtökin veita.

Samtökin ’78 veita Garðabæ eftirfarandi þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi bæjarins fyrir hvern þjónustuþátt sem sjá má hér:

Fræðsla til starfsfólks grunnskóla
a) Fyrsta ár þjónustusamningsins veita Samtökin ´78 öllu starfsfólki grunnskóla fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmiðið fræðslunnar er að starfsfólk skóla hafi þekkingu á hinsegin málefnum og geti verið virkir fræðarar á umræddum sviðum á vetttvangi jafnréttis og mannréttinda í skólarstarfni grunnskólanna. Fræððslan dreifist á nokkra daga, en ekki skulu fleiri en 25 starfsmenn í hverjum hóp sitja fræðsluna í hvert skipti. Samtals er samið um 19 fræðsluerindi fyrir allt starfsólk á árinu 2022, hver fræðsla er tvær klukkustundir. Fyrir þau erindi greiðir Garðabæjar 946.200 kr.

b) Seinni tvö árin veita Samtökin ’78 nýju starfsfólki grunnskólanna fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Sú fræðsla fer fram á einum degi á önn, árin 2023-2024. Samtals fjögur fræðsluerindi á þeim tíma, hver fræðsla er tvær klukkustundir. Samtals greiðir Garðabær 199.000 kr. fyrir þau fræðsluerindi.

Fræðsla til nemenda grunnskóla
Samtökin ´78 fræða ungmenni í Garðabæ, þrjá árangan á ári (3. bekk, 6. bekk og 9. bekk). Fræðslan fer fram á skólatíma og er breytileg milli árganga, en gert er ráð fyrir 40 mínútum að hámarki í 3. bekk, 60 mínútur í 6. bekk og 80 mínútur í 9. bekk. Fræðslan er reglubundinn einu sinni á ári. Fyrir þessi fræðsluerindi greiðir Garðabæjar 1.045.800 kr. á ári. Fyrsta ár samningins. þ.e. 2022, er aðeins frætt í 9. bekk og greiðir Garðabæjar 348.600 kr. fyrir fyrsta árið.

Fræðsla stjórnenda
Samtökin ´78 fræða stjórnendur sem vinna hjá Garðabæ. Fræðslan fer fram einu sinni á ári og eru tvær klukkustundir. Samtals greiir Garðabæjar 49.800 kr. á ári. Fyrsta fræðslan er áætluð 2022.

Ráðgjörf Samtaknna ’78
Ungmenni fá aðgang að ráðgjöf Samtakanna +78 án endurgjalds. Garðabær greiðir Samtökunum +78 293.473 kr. fyrir umrædda þjónustu á ári eða 586.946 kr á samningstímanum. Samtökin +78 hafa jafnframt möguleika að. kynna umrædda þjónustu fyrir nemendum grunskólanna í nemendafræðslu.

Fræðsla fyrir starfsfólk leikskóla
a) Fyrsta ár þjónustusamningsins veita Samtökin ´78 öllu starfsfólki leikskóla fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmiðið fræðslunnar er að starfsfólk leikskólanna hafi þekkingu á hinsegin málefnum og geti verið virkir fræðarar á umræddum sviðum á vetttvangi jafnréttis og mannréttinda í skólarstarfni leikskólanna. Fræððslan dreifist á nokkra daga, en ekki skulu fleiri en 25 starfsmenn í hverjum hóp sitja fræðsluna í hvert skipti. Samtals er samið um 14 fræðsluerindi fyrir allt starfsólk á árinu 2022, hver fræðsla er tvær klukkustundir. Fyrir þau erindi greiðir Garðabæjar 697.200 kr.

b) Seinni tvö árin veita Samtökin ’78 nýju starfsfólki leikskólanna fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Sú fræðsla fer fram á einum degi á önn, árið 2024. Samtals fjögur fræðsluerindi á þeim tíma, hver fræðsla er tvær klukkustundir. Samtals greiðir Garðabær 199.000 kr. fyrir þau fræðsluerindi.

Fræðsla til félags- og frístundamiðstöðva
Samtökin ’78 bjóða ungmennum í félagsmiðstöð eða frístundamiðstöð upp á fræðsluerindi, jafnframt er starfsólki boðin fræðsla. Frætt er í hópum, ekki fleiri en 25 í hóp, ásamt því að starfsfólki er frætt saman, ráðger er að hver fræðsla til ungmenna sé klukkustund en til starfsfólks 2 klukkustundir. Einni er starfsfólki boðið í vettvangsfer í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna ’78. Fyrir þessa fræðslu greiðir Garðabær 224.100 kr. á ári eða 672.300 kr. á samningstímanum. Ráðgert er að fyrsta fræðsla fari fram 2022.

Fræðsla til þjálfara íþróttafélaga
Samningsaðilar munu skoða tilhögun og kostanað vegna fræðslu til starfsfólks íþróttafélaga í Gaðrabæ fyrir árið 2023-2024, um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks með það að markmiði að starfsfólk íþróttafélaganna hafi þekkingu á hinsegin málefnum og geti verið virkir fræðarar á umræddum sviðum á vettvangi jafnréttis og mannréttindag í starfi íþróttafélaganna. Í viðræðum samningsaðila skal rætt um hversu mörg fræðsluerindi skuli vera, á hver marga daga fræðsluerindi skuli dreifast, hversu margir starfsmenn sitji fræðsluna á hvert skipti og kostnað vegna þeirra.

Annað
Ef verulegar vanefndir verða á samningi þessum er hvorum aðila heimilt að rifta honum með þriggja mánaða fyrirvara. Til verulegra vanefnda teljast meðal annarra bort á ákvæðum samningsins.

Skipting greiðslna fyrir samninginn eftir ári

2022 2.559.373 kr.
2023 2.011.573 kr.
2024 2.011.573 kr.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar