Vetrartónleikar í Lindakirkju

Á föstudaginn 4. nóvember næstkomandi verða haldnir Vetrartónleikar í Lindakirkju. Þar munu á stokk stíga Diljá Pétursdóttir, Kór Lindakirkju og hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar og bæði gesta söngvarar og hljóðfæraleikarar. Á tónleikunum verða lög flutt sem flestir ættu að kannast við, bæði íslensk og erlend. Tónleikarnir munu einkennast af mörgum mismunandi tónlistarstefnum og verður meðal annars frumsamið efni frumflutt. Öllum er velkomið að koma og njóta stundarinnar. Miðaverð á viðburðinn er 3.900 kr.- og má nálgast miða á Klik.is og við dyrnar í Lindakirkju 4. nóvember. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar