Gamlar hefðir eru að lifna við aftur

Forstöðumenn félagsmiðstöðva unglinga í Garðabæ fóru yfir starfsemi félagsmiðstöðvanna á hverjum stað á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Nú er m.a. verið er að virkja 7. bekkinga í Urriðaholtsskóla með miðdeild Sjálandsskóla og þá vinna Klakinn og Elítan saman við að setja upp böll auk þess sem samstarf við Garðalund er líka alltaf að aukast.

Ýmsir viðburðir hafa legið niðri eða verið óreglulegir í Covid og lítið starf með foreldrum. Mikil nýbreytni hefur sprottið upp og gamlar hefðir eru að lifna aftur. Tækifæri til breytinga og að ná til einstaklinga sem ekki hafa áður fundið sig í starfinu. Mikið er lagt upp úr því að unglingarnir sjái sjálf um alla skipulagningu. Garðalundur hefur umsjón með miðdeildaropnun fyrir 7. bekk í Flataskóla og Hofsstaðaskóla. Kallað er eftir auknu fjármagni í miðdeildarstarfið almennt.
Sameiginleg starfsemi Klakans, Elítunnar og Garðalundar eru með Götuvaktina á föstudögum og einstaka böll.

Elítan á Álftanesi hefur haft miðdeildarstarf fyrir 5.-7. bekk en finna þörf á að hafa 7. bekk á sér kvöldi. Stefna að opnun 8.-10.b þrjú kvöld í viku eins og Garðalundur. Finna mikla þörf á að hafa opið oftar. Sérstaða Elítunnar er að vera í sínu húsnæði utan skólans. Elítan er alltaf með opið á morgnana í frímínútum fyrir skólakrakkana.

Mynd: Sigurvegarar í danskeppni 10-12 ára í Garðalundi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar