Ertu með góða hugmynd?-Hugmyndasamkeppni um Reykjanesbraut

Kópavogsbær í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um þverun, uppbyggingu við og/eða yfir Reykjanesbraut og tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára (Smára-, Linda- og Glaðheimasvæði).

Kallað er eftir hugmyndum sem gætu haft áhrif á þróun og uppbyggingu svæðiskjarnans í Smára svo og tengst heildarendurskoðun Reykjanesbrautar og umhverfis hennar. Samkeppnin beinist að því að fá fram hugmyndir sem gera svæðið að öflugri samhangandi einingu.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 2. desember 2021 og því síðara 24. janúar 2022. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn. Skilafrestur tillagna er 7. febrúar 2022 fyrir kl. 13.00 að íslenskum tíma.

Lykildagsetningar eru:
• Skilafrestur fyrri fyrirspurnartíma fim. 2. des. 2021.
• Svör við fyrri fyrirspurnum fim. 9. desember 2021.
• Skilafrestur seinni fyrirspurnartíma mán. 24. janúar 2022.
• Svör við seinni fyrirspurnum fös. 28. janúar 2022.
• Skilafrestur tillagna mán. 7. febrúar 2022 kl. 13:00
• Niðurstaða dómnefndar áætluð um miðjan mars 2022
Í dómnefnd sitja:
Tilnefndir af Kópavogsbæ:
• Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur, formaður dómnefndar, fulltrúi Kópavogsbæjar.
• Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.
• Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
• Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA.
• Hans-Olav Andersen, arkitekt FAÍ, MNAL.

Myndin sýnir svæði hugmyndasamkeppninnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins