Íbúum í Garðabæ fjölgar hlutfallslega mest á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 673 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. eða um 3,8%. Um er að ræða hlutfallslega mestu fjölgun á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en íbúum í Mosfellsbæ fjölgaði um 3,5% og í Kópavogi fjölgaði þeim um 2%. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins.
Íbúafjöldi í Garðabæ er núna 18.341 (1. nóvember 2021).
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna níu mánuði eða um 21,5% en íbúum þar fjölgaði um 14 íbúa.
Næst kemur Hörgársveit með 8,6% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 56. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,0%. Þá fækkaði íbúum í 20 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.
Tölulegar upplýsingar um íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu má sjá í frétt hér á vef Þjóðskrár en þar kemur fram að íbúum fjölgaði í öllum landshlutum.