Gaffall, gúmmíteygja og kökukefli, smiðja í Hönnunarsafninu

Hönnunarsafnið býður upp á fjölskyldusmiðju sunnudaginn 4. febrúar kl. 13 Það er Lilý Erla Adamsdóttir sem leiðir smiðjuna sem einkennist af tilraunum og leikgleði. Kynntar verða ýmsar skissuaðferðir með óvenjulegum verkfærum og þannig eru þátttakendur leiddir í ferðalag – hugarflug sem óvíst er hvar endar. Hafið þið prufað að teikna með kökukefli eða karamellubréfi? En gaffli eða gúmmíteygjum? Komið gjarnan með smámuni að heiman sem mega við því að baða sig í bleki og málningu og lenda í nýjum ævintýrum.

Lilý Erla Adamsdóttir er þekkt fyrir textílverk sín en hefur undanfarið verið að þróa veggteikningar í vinnustofudvöl á Hönnunarsafninu. Sýning hennar Veggplöntur opnuðu á Safnanótt, þann 2. febrúar sl., en hún er “heimsókn” inn í föstu sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar