Upplífgandi og hlýlegt á Tónlistarnæringu 7. febrúar

Hádegistónleikar í röðinni Tónlistarnæring fer fram miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Það eru þær  Margrét Hrafnsdóttir söngkona, Pamela De Sensi flautuleikari og
Katia Catarci hörpuleikari sem koma fram að þessu sinni. Glitrandi og spennandi tónsmíðar fyrir þessa óvenjulegu samsetningu hljóðfæra og söngraddar verða á dagskrá og skemmtilegum andstæðum teflt saman. Ástríðufullir hljómar Dinelli við texta Shakespeare blandast saman við fágaða hljóma Baker í útsetningu hans á vinsælum verkum eftir Gershwin.

Tónleikarnir eru ókeypis og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar