Fyrsta sýning Lottu í 10 ár – Blómahaf í bókasafninu

Charlotta Sverrisdóttir er listamaður í júlímánaðar í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku.

Hún nefnir sýninguna Blómahaf. Charlotta heillaðist af blómum og sterkum litum þegar hún var við nám í Kaliforníu. Hún notar litina og blómin í túlkun sinni í þessari sýningu og málar abstrakt blómamyndir. Það gefur henni tækifæri til að nota sterka liti, einkum bleikan, sem er hennar uppáhaldslitur, í bland við bláa tóna.

Charlotta heillaðist af blómum og sterkum litum þegar hún var við nám í Kaliforníu. Hún notar litina og blómin í túlkun sinni í þessari sýningu og málar abstrakt blómamyndir

Charlotta hefur í gegnum tíðina haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún er einn af stofnfélögum Grósku og er einnig meðlimur Art Gallerí 67. Þá er hún stofnandi og eigandi viðburðarins „Málum og skálum“. Þar býður hún einstaklingum að koma á vinnustofu sína eina kvöldstund, mála eina mynd og gleðjast, enda mega gestir hafa léttar veitingar með sér.

Þetta er fyrsta sýning Lottu í tíu ár og er sölusýning.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins