Stoltur styrktaraðili Símamótsins

Um helgina fer Símamótið fram og er Síminn enn og aftur stoltur styrktaraðili þessa flotta móts. Í ár eru öll met slegin varðandi þáttöku, því mótið stækkar um þriðjung og má því búast við fjölmennasta og einu skemmtilegasta fótboltamóti á Íslandi! Um 3.000 iðkendur munu spila yfir 1.600 leiki um helgina og er þetta allt mögulegt þökk sé frábæru skipulagi Breiðabliks og óeigingjarns vinnuframlags fjölda sjálfboðaliða.

Það er okkur mikið fagnaðarefni að samkomutakmarkanir hafi ekki áhrif á mótið líkt og í fyrra, því nú geta allir okkar glæsilegu keppendur, sem og aðstandendur þeirra notið mótsins til fulls, hvort sem er á staðnum, eða heima í stofu. Sjónvarp Símans mun aftur sýna frá fjölda leikja í beinni útsendingu og opinni dagskrá og þarf því enginn að missa af mótinu. Einnig verður hægt að horfa á leikina í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni eftir mótið.

Hjá Símanum er eitt meginmarkmiðið að búa til eftirminnilegt mót og upplifun fyrir allar þessar frábæru knattspyrnukonur og þeirra aðstandendur. Sjálf man ég vel eftir að hafa tekið þátt í mótinu á sínum tíma og var það alltaf það skemmtilegasta sem við gerðum á sumrin. Orkan sem leysist úr læðingi þegar allar þessar kjarna-stelpur koma saman er alveg hreint ótrúleg.

Við óskum ykkur öllum til hamingju með þetta flotta mót og hvetjum alla til að mynda jákvæða stemn-ingu í kringum leikina og stelpurnar okkar. Við viljum hrósa Breiðablik sérstaklega fyrir sína aðdáunarverðu vinnu í aðdraganda mótsins. Við erum þakklát fyrir okkar góða samstarf og stolt af því að koma að þessari frábæru knattspyrnuhátíð sem Símamótið er.

Áfram stelpur!
Ingveldur María Hjartardóttir Markaðssérfræðingur hjá Símanum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar