Fyrirlestrar um arkitektúr Högnu í Hönnunarsafninu

Framundan eru þrír fyrirlestrar í tengslum við skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. Að undanförnu hafa verk hennar verið skrásett í rýminu Safnið á röngunni en mikill fjöldi teikninga bárust Hönnunarsafninu til varðveislu frá fjölskyldu Högnu í París. Fyrirlestrarnir þrír voru auglýstir á dagskrá safnsins í janúar og febrúar en verða nú á dagskrá í mars en miðasala fer fram á tix.is þar sem sætaframboð er takmarkað.

Það er arkitektinn Pétur H. Ármannsson sem ríður á vaðið með fyrirlesturinn „Húsin hennar Högnu“ sem er á dagskrá sunnudaginn 6. mars kl. 16:00.

Þá fjallar Guja Dögg Hauksdóttir um Kópavogslaug og umhverfi hennar þriðjudaginn 8. mars kl. 17:30. Að lokum munu arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir miðla ferlinu við skráningu á teikningum Högnu og því sem kom í ljós þegar kassinn frá París var opnaður.

Högna Sigurðardóttir Mynd. Arnór Kári

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar