Frumsýna nýja steik í afmælinu

Kjötkompaní fagnar í vikunni 12 ára afmæli og af því tilefni ætla Jón Örn Stefánsson og Hildur Guðmundsdóttir, eigendur Kjötkompaní, að bjóða bæjarbúum uppá nokkur flott tilboð í verslunum Kjötkompaní að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Granda dagana 9. til 11. september.

Nautahakkið á 1.590 kr. kílóið

Jón Örn var spurður af því hvað stæði til í Kjötkompaní afmælisvikuna? ,,Við verðum með góð tilboð í gangi að vanda þar sem við ætlum t.d að bjóða nautahakkið okkar á 1.590 kr kg ásamt fleiri stórsteikum, sósum og desertum sem verða á 20% afslætti.”

Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní lofar góðri stemmningu í Kjötkompaní í tilefni af 12 ára afmæli verslunarinnar

Og bæjarbúar hafa ekki látið þessar afmælisveislur fram hjá sér fara? ,,Nei, það hefur ávalt verið mikið fjör hjá okkur á þessum dögum.”

Kjötkompaní er orðið 12 ára gamallt, eru þið stöðugt að bæta vöruúrvalið, endalausir möguleikar? ,,Já, við erum endalaust að reyna að koma með eitthvað nýtt og spennandi fyrir okkar viðskiptavini og teljum það mjög mikilvægt.”

Með spennandi ,,ítölsk” plön í gangi

En Kjötkompaní er orðið svo miklu meira en bara kjötborðið í versluninni, vöruúrvalið fjölbreytt, dálítið ítalskt og veisluþjónustan stór hluti af þjónustunni? ,,Já, við erum í svakalega flottu samstarfi við vini okkar og viðskiptafélaga á Ítalíu og það samstarf er alltaf að vinda uppá sig. Við erum með mjög spennandi plön í gangi með þeim á næstu árum, þannig að við lofum frábæru Ítölsku prógrammi á næstu árum.”

Nauta framfile Mad Cut

Og ef bæjarbúar ætla að gera vel við sig um helgina, hvaða steik mælir þú með og er hún vandmeðfarinn á grillinu? ,,Við erum að frumsýna nýja steik þessa dagana í tilefni 12 ára afmælis okkar, sú steik heitir Nauta framfile Mad Cut og í piparkryddlegi og er mjög auðvelt að grilla hana. Við verðum svo með nokkrar útfærslur af lambafile á tilboði ásamt hakki, hamborgurum, sósum og desertum.”

En hvað er annars eftirlæti viðskiptavina ykkur úr kjötborðinu? ,,Okkar vinsælustu vörur eru lambakonfektið og Nautalund Deluxe í trufflukryddlegi, en svo er líka nauta ribeye cap steikin okkar mjög vinsæl.”

Og þið hvetjið alla til að koma við í vikunni, kynna sér vöruúrvalið, nýta afmælistilboðin, njóta og gleðjast saman? ,,Já, algerlega, við bjóðum alla velkomna til okkar og við lofum fullri búð af góðgæti,” segir Jón.

Úrvalið í Kjötkompaní er fjölbreytt og góð tilboð verða í gangi 9.-11. september þar sem m.a. nautahakkið er á 1.590 kr kg ásamt fleiri stórsteikum, sósum og desertum sem verða á 20% afslætti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar