Draga þarf úr umsóknarpotti!

Félag eldriborgara hefur gert samning um verkefnið Heilsuefling Janusar, en í lok ágúst voru haldnir tveir kynningarfundir á verkefninu fyrir fullu húsi.

Mjög mikill áhugi er fyrir þessu heilsubætandi verkefni og húsfyllir var á tveimur kynningar-fundum þar sem farið var yfir markmið og tilgang verkefnisins. Jafnframt kynnti Janus rannsóknir sem staðfesta árangur og ábatann af því að hugsa um eigið heilsufar og sérstaklega með tilliti til styktaræfinga og matarræðis.

Janus kynnir verkefnið

Samingur FEBG við Janus heilsueflingu byggir á nýgerðum samningi FEBG við Garðabæ um félags- og heilsuræktarstarf eldri borgara í Garðabæ.

Garðabær er þó ekki beinn aðili að samningi FEBG við Janus heilsueflingu, en er stuðnings-aðili hvað varðar aðstöðu og faglega ráðgjöf. Einnig er LEB styrktaraðili.

Mjög mikill áhugi er fyrir verkefninu

Ljóst er að eldri borgarar í Garðabæ láta sig miklu varða um eigin heilsu og er það fagn-aðarefni.
Á kynningarfundunum í Jónshúsi, um verkefnið, Fjölþætt heilsuefling 67+ í Garðabæ, mættu Janus Guðlaugsson og hans fólk og fóru yfir hvað felst í verkefninu og hversu mikilvægt það er að huga að styrktarþjálfun og heilsueflingu þegar árin færast yfir, mikilvægi markvissrar þjálfunar. Með því að taka þátt í bættri heilsueflingu má bæta lífi við árin eins og Janus sagði á fundinum í stað þess að bæta árum við lífið.

Draga þarf úr umsóknarpottinum!

Ljóst er að í ljósi mikillar þátttöku þarf að draga úr umsóknarpottinum þá fyrstu 80 sem hefja styrktarþjálfunina og heilsueflinguna. Það verður svo unnið úr umsóknunum og næsti hópur fer væntanlega af stað innan 6 mánaða.

Áhugasömum er bent á að hægt er að skrá sig í: https://www.janusheilsuefling. is/skraning/

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar