Framboðslisti framsóknar tilkynntur á morgun

Listi uppstillingarnefndar Framsóknarflokksins í Garðabæ verður borinn undir félagsmenn til samþykktar á félagsfundi flokksins á morgun, fimmtudaginn 7. apríl, á Bjarnastöðum á Álftanesi kl 19:00.

Þar með er ljóst að í það minnsta verða fjórir flokkar sem bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí nk., í Garðabæ, en ásamt Framsóknarflokknum eru það Garðabæjarlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Þá þykir mjög líklegt að Miðflokkurinn bjóði fram lista sem verður kynntur í vikunni en framboðsfrestur rennur út á föstudaginn. Ef svo verður þá verða fimm framboðslistar í boði fyrir kjósendur í Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar