Foreldrar minntir á að nýta hvatapeninga fyrir áramót

Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2021 fyrir áramót.
Hvatapeningar ársins 2021 eru 50.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2003-2016.

Skila inn kvittunum fyrir 28. desember

Athugið að hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót. Það þýðir að ráðstafa verður hvatapeningum fyrir áramót og skila inn kvittun til endurgreiðslu þegar það á við. Hvatapeningar ársins 2021 eru aðeins greiddir út á árinu 2021. Kvittunum þarf að skila fyrir dagslok þann 28. desember nk. í þjónustuver Garðabæjar eða á netfangið [email protected]

Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki. Undantekning er 5 og 6 ára börn þar sem lágmarkstímalengd námskeiða er 20 kennslustundir óháð vikufjölda. Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 2003, 2004 og 2005 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð.

Tvær leiðir til að nýta hvatapeninga

Ekki þarf lengur að úthluta hvatapeningum á Minn Garðabær/þjónustugátt Garðabæjar. Ef félag sem barnið er að iðka tómstundir hjá er tengt Nóra/Sportabler skráningarkerfinu á að nýta hvatapeninga beint í gegnum Nóra/Sportabler kerfið. Þá er hakað í að nota hvatapeninga og æfingargjöldin lækka sem nemur inneign hvatapeninga.

Til að nýta hvatapeningana til félaga sem ekki eru tengd Nóra/Sportabler er hægt að koma með reikning frá félaginu í þjónustuver Garðabæjar og fá hvatapeninga endurgreidda.
Sjá nánari upplýsingar á vef Garðabæjar, gardabaer.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar