Kvenfélagið gefur gjöf

Við helgileik í Vídalínskirkju um helgina afhentu Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður og Guðrún Eggertsdóttir varaformaður 500.000 kr. styrkt Kvenfélags Garðabæjar til Styrktarsjóðs Garðasóknar, sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir veitti viðtöku fyrir hönd Styrktarsjóðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvenfélagið styður sjóðinn sem úthlutar til þurfandi einstaklinga og fjölskyldna á Aðventunni.
 
Félagsstarf Kvenfélagsins hefur því miður legið niðri um hríð af ástæðum sem allir þekkja. Var árlegri Kvenfélagsmessu á fyrsta sunnudag í Aðventu aflýst, en sent út í streymi. Einnig var jólafundinum sem áætlaður var 7. desember aflýst. Vonast er til að eðlilegt félagsstarf geti hafist á nýju ári.
 
Stjórn Kvenfélagsins sendir félagskonum og íbúum Garðabæjar hugheilar jólaóskir, með ósk um gleðileg jól.
 
S. Helena Jónasdóttir, formaður

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar