Foreldrar ánægðir með dagforeldra í Garðabæ

Dagana 11. -22. október sl. var lögð viðhorfskönnun meðal allra foreldra barna hjá dagforeldrum í Garðabæ. Alls var könnunin þá lögð fyrir 18 forráðamenn en 15 kláruðu að svara allri könnuninni.

Niðurstöðurnar voru afar ánægjulegar en allir svarendur sögðust vera ánægð með dagforeldri barnsins síns. 91% svarenda voru mjög sammála eða sammála þeirri fullyrðingu að barninu þeirra liði vel hjá dagforeldri og þá voru allir svarendur sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að aðbúnaður hjá dagforeldri væri góður. Allir forráðamenn voru sammála eða mjög sammála um að fá daglegar upplýsingar um hvernig gæslan gengi og allir voru einnig sammála eða mjög sammála um að samband þeirra við dagforeldri væri gott.

Sú spurning sem skoraði lægst í könnunni var fullyrðing um að forföll dagforeldra væru ekki íþyngjandi fyrir foreldri. Þar voru 33% svarenda ósammála fullyrðingunni.
Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar stendur á bak við könnunina og mun vinna úr niðurstöðunum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins