Skemmtilegt Úrvalskvöld

Á dögunum var eldri borgurum í Garðabæ boðið upp á Úrval Útsýnar skemmtikvöld í Jónshúsi. Töluverð spenna hafði myndast fyrir kvöldinu enda kvissast út að boðið yrði upp á létt dansiball.
Það voru þeir félagar Heiðar Jónsson, Garðar Guðmundsson og Magnús Magnússon sem stýrðu kvöldinu, en Heiðar kynnti m.a. ferðir sem framundan eru hjá Úrval Útsýn ásamt því að slá á létta strengi.

Garðar Guðmundsson, sem söng m.a. með KK sextetinum árið 1957 og hjómsveitinni Pónik, en er nú í hjómsveitinni Stuðgæjar, sá um að keyra stuðið í gang með gömlu góðu rokklögunum sem allir elska.

Að því loknu tók Magnús Magnússon, sem var einnig veislustjóri við með hið landsþekkta diskótek, Diskótekið Dísa. Eins og myndirnar sýna var mæt-ingin góð og gestir slógu ekki slöku við á dansgólfinu.

Mikið aðsókn hefur verið í utanlandsferðir með Úrval Útsýn og um að gera að skoða þá möguleika sem eru í boði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar