Flottir jólatónleikar Garðasystra

Garðasystur héldu sína langþráðu jólatónleika rétt fyrir jól. Á tónleikunum voru m.a. sungin jólalög í Andrews Sisters stíl og fleiri jólaklassíkerar auk þess sem þær Garðasystur fluttu nokkur frumsamin lög. Það má með sanni segja að tónleikagesti hafi komist í jólagírinn enda tónleikarnir einstaklega jólalegir og skemmtilegir.

Í tríóinu Garðasystur eru þær Bryndís Ásta Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir. Tónleikarnir voru einnig fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar KÍM. KÍM hefur endurtekið undirbúið tónleika sem þau hafa aldrei fengið að halda, sökum heimsfaraldurs. Nú var loksins komið að þeim og ekki skemmdi það fyrir að þetta voru jólatónleikar.

Í hljómsveitinni KÍM eru þaulæfðir tónlistarmenn ásamt Garðasystrum. Hljómsveitina skipa auk Garðastystra: Alexander Jóhann Hauksson, Magnús Stephensen, Sindri Snær Erlingsson og Þórarinn Þeyr Rúnarsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar