Barnmenningarhátíð í Garðabæ lýkur laugardaginn 9. apríl með fjöri, sköpun og gleði fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin fer fram í glerhýsum á Garðatorgi, í Hönnunarsafni Íslands og á Bókasafni Garðabæjar. Dagskráin hefst á Bókasafni Garðabæjar klukkan 12 með klippismiðju sem myndlistarkonan Hrund Atladóttir leiðir en á sama tíma verður hægt að búa til skip úr pappakössum og fleira endurnýtanlegu efni og velta fyrir sér hvernig var að vera barn á landnámsöld á leið til Íslands með skipi. Það eru myndlistarkonurnar Rakel Andrésdóttir og Salka Rósinkranz sem leiða skipasmiðjuna sem fer fram á yfirbyggðu torginu við hlið apóteksins. Klippismiðjan á Bókasafninu og skipasmiðjan á Garðatorgi 4 standa frá 12-14 en kl. 13:30 verður húllað með Húlladúllunni á Garðatorgi 7, í yfirbyggingunni við Bókasafnið. Gestir geta prófað húllahringi og dáðst að færni Húlladúllunar sem leiðbeinir einnig svo allir geti orðið húllameistarar!
Dagskráin á Hönnunarsafninu stendur frá 13-15 en fjölskyldum er boðið í sundfjör á sýningunni Sund en leikir og þrautir gera sýninguna enn skemmtilegri fyrir allan aldur. Þá verður í Smiðju Hönnunarsafnsins Regnbogasmiðja þar sem Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur ræðir drauma og hjátrú tengda regnbogum en Ásgerður Heimisdóttur hönnuður leiðir smiðju þar sem regnbogatilraunir verða gerðar með geisladiskum sem síðan eru hengdir í trén á Garðatorgi og senda góðar óskir og kveðjur upp í himininn.
Á Hönnunarsafninu geta gestir skoðað sýninguna Sund en einnig farið í Sýndarsund sem er sýndarveruleikasýning á jarðhæð safnsins.