Dansinn dundi og gleðin tók völdin

Það var alveg ljóst að kominn var tími til þess að gleðjast, dansa, syngja og sletta almenninlega úr klaufunum.   Félag eldriborgar í Garðabæ stóð fyrir danisballi í félagsmiðstöðinni Jónshúsisl föstudagskvöld.

Á annað hundrað manns mættu til það að gleðjast saman syngja dansa og tvista. 
Það hefur ekki verið mikið um skemmtanahald síðustu tvö árin og það var alveg á tæru að komin var uppsöfnuð þörf til að eiga saman góða stund.

Dansinn dundi í Jónshúsi  og Dansbandið taldi í cha cha cha, djæf, twist, tango og svo auðvitað í línudansinn. 
Mannskapurinn naut þess svo sannalega að eiga þessa samverustund saman og það var dansað eins og enginn væri morgundagurinn.   Auðvitað hafa samkomutakmarkanir síðustu tveggjaára haft mikil áhrif á samverustundirnar hjá okkur í FEBG.

,,Nú horfum við fram á bjartari tíma og og erum að skipuleggja fræðslustundir, danssýningu, uppákomur og ferðalög vorsins og sumarsins. Allar tilkynningar um starfið byrtast á fésbókarsíðufélagsins,“ segir Laufey Jóhannsdóttir formaður FEBG. 
 
,,Megin stefið í starfi félagsins er fræðsla, samvera, og það má með sanni segja að hollusta og hreyfing hvers konar einkenni starfið þessa stundina.  Dansleikurinn sýndi það og sannaði að komin var mikil þörf fyrir samverustund, allir skemmtu sér alveg konunglega og sungu, tjúttuðu, röðuðu sér í línudans, og tvistuðu á dansgólfinuundir tónum Dansbandsins. Það  alltaf  svo  svo mikil gleði í dansinum. Hollt og gefandi fyrir sálina og líkama,“ segir Laufey.   
 
Það má með sanni segja að félagarnir í FEBG setji hreyfingu og gleðina í fyrsta sæti í dagsins önn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar