Risarækjur með fetaosti – uppskrift vikunnar í boði ME&MU á Garðatorgi

Uppskrift vikunnar er í boði verslunarinnar ME&MU á Garðatorgi sem selur vörur beint úr héraði.

RISARÆKJUR  MEÐ FETAOSTI (GARIDES SAGANAKI)
Eldunartími ca 30 mín – fyrir 4

3 msk  extra-virgin ólífuolía ( 1msk í einu)
570g argentísk rækja
4 hvítlauksrif – söxuð smátt
4 tsk fennelfræ – fínt söxuð eða möluð í mortéli
¼ tsk chilliflögur (red pepper flakes)
⅓ b þurrt hvítvín
600 g litlir tómatar, t.s. marzano eða smátómatar, 
ásamt 1/4 b til viðbótar smátt saxaðir
⅓ b saxaðar ólífur – svartar eða grænar
2 msk + 2 tsk ferskt saxað oregano
Gott sjávarsalt og grófmalaður svartur pipar
120 g fetaostur, gróft rifinn eða mulinn
¼ b söxuð rauð paprika

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og setjið helming af rækjunum út á pönnuna.  Steikið rækjurnar þar til vel dökk gullbrúnar á báðum hliðum, í  2-3 mín. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið á disk. Steikið restina af rækjunum í 1 msk af olíu. Að steikingu lokinni eru allar rækjurnar sameinaðar á einn disk.

Setjið rest af olíu á pönnuna (1msk) og hitið vel. Bætið hvítlauk, fennel og rauðum chilliflögum og hrærið vel saman við olíuna. Hrærið stöðugt í ca 20 sek. þar til hvítlaukurinn er gullinn. Bætið hvítvíni útí og hrærið þar til vökvinn er næstum allur gufaður upp, ca 30-60 sek. Bætið söxuðum tómötum, ólífum og 1/2 tsk salti útí. Eldið og hrærið vel í þar til tómatar eru orðnir sósukenndir – 6 til 7 mín.

Takið pönnuna af hellunni. Hrærið 2 msk af oregano útí og bragðið til með salti og pipar. Bætið rækjum aftur útá pönnuna ásamt öllum safa sem þeim fylgir. Setjið lok á pönnuna og látið standa þar til rækjur eru orðnar heitar aftur, ca 1 mín.

Flytjið allt af pönnu yfir á disk. Myljið ferskan fetaost yfir, fínt saxaða tómata, saxaða papriku og fínt saxað oregano. Njótið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar