,,Eru ekki allir sexý” fékk úthlutað úr Þróunarsjóði grunnskóla

Úthlutað hefur verið úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar fyrir árið 2023. Skólanefnd hefur lagt til við bæjarráð að úthlutað verði úr Þróunarsjóði Garðabæjar kr. 28.000.000, í samræmi við reglur sjóðsins.

Að þessu sinni bárust 25 umsóknir, sótt var um 35.848.948 kr., í sjóðinn. Allar umsóknir voru teknar til afgreiðslu og fagnar skólanefnd fjölda áhugaverðra umsókna sem bera vitni um metnaðarfullt skólastarf í Garðabæ, en ,,Eru ekki allir sexý“ er meðal verkefna sem fékk styrk úr sjóðnum.

Eftirfarandi umsóknir bárust og fengu styrk:

· Byggjum á rannsóknum og reynslu -Innleiðing Morningside módelsins, 2. innleiðingarár af 3
· Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund
· Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði
· Vendikennsla-Stafræn tækni og textílmennt · Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
· Hönnunar og forritunarkennsla með SPIKE Prime
· Námsumhverfi lesblindrabarna- viðhald og þróun heimasíðu
· “Eru ekki allir sexý?” – kynfræðsluefni fyrir unglingastig
· Vefsíður fyrir námslotur í náttúru- greinum og ensku
· Félagsfærnisögur í teiknimyndaformi
· Sjálfsstjórn og sjálfsþekking nemenda
· Námsefnisgerð í stærðfræði á unglingastigi
· Verkefni fyrir Google Sheets töflureikni
· Nemendastýrð foreldrasamtöl
· Rafrænn verkefna og prófabanki.
· Leitin að nýsköpunarhugmyndum og þróun þeirra.
· Frímínútnafjör – Leikjaleiðtogar
· Stafsetning er leikur einn
· Orðaveggur úr Lífheimi
· Bambahús í skólastarfi
· “Vertu með!” – Félagsfærni- og samskiptaþjálfun · Verkefnabanki fyrir útinám
· Útikennsla og útivist
· Nemendalýðræði
· Nýsköpun og smáhlutaforritun

Forsíðumynd: Meðal verkefna sem fengu styrk úr Þrjóunarsjóði grunnskóla er verkefnið ,,Eru ekki allir sexý”, sem tengist Helga Björnssyni bara alls ekki neitt, þótt hann hafi gefið út samnefnt lag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar