Golfklúbbur Álftaness fjárfestir í golfhermi

Í febrúar sl. opnaði Golfklúbbur Álftaness glæsilega inniaðstöðu í Þórukoti á Álftanesi. Ákveðið var á aðalfundi í desember í fyrra að festa kaup á Trackman golfhermi og hefja útleigu.

Spila golf í nánast einkasvítu

,,Óhætt er að segja að þetta sé stærsta fjárfesting klúbbsins frá upphafi og hefur aðsóknin verið til fyrirmyndar,” segir Björn Sveinbjörnsson, formaður GÁ og bætir því við að fólk sé gríðarlega ánægt með að geta verið nánast í einkasvítu og spilað í góðra vina hópi.

Klúbburinn er einnig að innrétta nýjan golfskála í Þórukot sem opnaður verður í vor. ,,Það verkefni varð til þegar ljóst var að vallarstæðið myndi breytast vegna nýs hverfis sem nú er verið að reisa í landi Sviðholts. Nýr golf-skáli verður á miðjum golfvellinum með glæsilegu útsýni yfir völlinn og fjöruna. Húsið Þórukot var reisulegt einbýli, komið til ára sinna en mun þjóna klúbbnum um ókomin ár. Brautirnar þrjár sem féllu út voru færðar og mun völlurinn því spilast í breyttri mynd í vor,” segir Björn og bætir við: ,,Ljóst er að með tilkomu golfhermis og glæsilegs klúbbhúss mun klúbburinn geta haldið úti heilsárs starfsemi og styðja enn betur við barna- og unglingastarf klúbbsins. Golfklúbburinn býður alla velkomna að skrá sig.”

Skráningin á www.alftanesgolf.is

Hægt er að bóka í golfherminn á www. alftanesgolf.is og er leiguverð mun lægra en gengur og gerist.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins