Engin Vetrarhátíð

Stjórn Vetrarhátíðar höfuðborgarsvæðis hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa Safnanótt sem og Sundlauganótt sem átti að fara fram dagana 3. -7. febrúar nk. Dagskrá í söfnum höfuðborgarsvæðisins fellur niður vegna heimsfaraldursins. Dagskrá sem auglýst var á Hönnunarsafni Íslands og á Bókasafni Garðabæjar fellur því niður.

Enn er áætlað að Vetrarhátíð fari fram en aðeins sá hluti sem snýr að ljóslistaverkunum þar sem hinar ýmsu byggingar og listaverk verða lýst upp á skemmtilegan máta og lýsa upp skammdegið sem er á undanhaldi. Við hvetjum Garðbæinga til að njóta útivistar þessa daga og þeirra fjölmörgu gönguleiða sem má finna í bænum. Við njótum svo saman á Vetrarhátíð 2023!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar