Björg Fenger býður sig fram í 2. sæti á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ

Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars.

„Ég hef verið bæjarfulltrúi í Garðabæ síðastliðin 4 ár en þar áður varabæjarfulltrúi. Á kjörtímabilinu hef ég einnig setið í bæjarráði, verið stjórnarformaður Strætó bs. auk þess að sitja í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarins.

Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og framundan eru mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni. Ég hef brennandi áhuga og metnað til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera eftirsóknarvert bæjarfélag í fremstu röð, þar sem góð þjónusta við bæjarbúa, skilvirk stjórnsýsla, ráðdeild í rekstri og lágar álögur eru hafðar að leiðarljósi“.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar