Menningar og safnanefnd Garðabæjar býður upp á hádegisleikhús á fræðslusýningunni Ef ég gleymi í Safnaðarheimili Vídalínskirkju sunnudaginn 29. október kl. 12:15.
Ef ég gleymi er danskt fræðsluleikrit um heilabilun eftir danska leikritahöfundinn og leikkonuna Rikke Wolck.
Ef ég gleymi er einleikur sem fjallar um Reginu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin, sem er ferli sem getur tekið 8-12 ár. Leiksýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu.
Eftir leiksýninguna fara fram opnar umræður með Benedikt Sigurðssyni, Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur og Sigrúnu Waage, en leikritið var hluti af lokaverkefni Sigrúnar í meistaranámi í Listkennslu við LHÍ vorið 2022.